Hvernig sé ég hvaða upplýsingar eru skráðar fyrir eina af mínum verslunum?
Smelltu á Verslanir í valmyndínar verslanir.
Smelltu á þá verslun sem þú vilt skoða til að sjá upplýsingar hennar.
Kennitala stofnunar
Verslunarheiti
Heimilisfang
Staða – Virk eða Óvirk
Netfang
Símanúmer
Vefsíða
VSK-númer (VAT)
Land
Tímabelti
Tími þegar verslunin lokar fyrir daginn
Tæki – síðan sýnir þær kassa sem eru skráðir á þessa verslun
Hvernig get ég breytt upplýsingum fyrir mína verslun?
Þú smellir á þá verslun sem þú vilt breyta.
Smelltu á hnappinn „Breyta verslun“ og.
Breyttu þeim reitum sem þarf.
Smelltu á hnappinn „Vista breytingar“ til að klára breytinguna og fara aftur í listann yfir verslanir.
Ýttu í staðinn á hnappinn „Hætta við“ ef þú vilt hætta við breytinguna og verður þá færður aftur í listann yfir verslanir án þess að nokkuð hafi breyst.
Hvernig get ég bætt við nýrri verslun?
Smelltu á hnappinn „Bæta við verslun“ efst til hægri.
Fylltu út eða veldu:
Heiti stofnunar
Kennitala stofnunar
Vefsíða
Netfang
Símanúmer
Tímabelti
Tími þegar verslunin lokar
Land
Götuheiti
Póstnúmer
Borg
Þema (ljóst eða dökkt)
Ljúktu við með því að ýta á hnappinn „Bæta við verslun“ neðst.
Hvernig get ég breytt tæki (kassa)?
Byrjaðu á að smella inn á þá verslun sem tækið tilheyrir.
Finndu rétt tæki, smelltu á hnappinn með „þrem punktum“ og veldu Breyta til að breyta.
Nánar
Auðkenni (aðeins til upplýsinga).
Stýrikerfi (Android, aðeins til upplýsinga).
Verslun – þú þarft að hafa fleiri en eina verslun til að geta breytt þessu og þetta má nota ef þarf að færa tæki í aðra verslun.
Almennar stillingar
Heiti – mælt er með lýsandi nafni eins og Kassi 1, Aðalkassi eða álíka.
Tungumál – þetta er notað ef ekki tekst að hlaða tungumáli við innskráningu í kassann.
Þema – til að velja hvort þú viljir ljóst eða dökkt þema.
Gjaldmiðill – hér skal velja innlendan gjaldmiðil.
Er með kassaskúffu – rofi til að velja hvort kassinn sé með kassaskúffu eða ekki.
Nota reiðufé – rofi fyrir hvort kassinn taki við reiðufé eða ekki.
Dagur hafinn – sýnir hvort kassinn hefur hafið daginn eða ekki (aðeins til upplýsinga).
Prentarastillingar
Kvittunarlógó – hér bætir þú við lógó fyrir kvittanir, breytir eða fjarlægir það.
Nota strikamerki – rofi fyrir hvort á að prenta strikamerki á kvittun sem má síðar nota til að finna kvittunina t.d. við endurgreiðslu.
Prentarategund – hér sérðu hvernig prentarinn tengist kassanum (Net, Bluetooth eða USB).
Kvittunarhaus – hér getur þú sett inn texta sem birtist fyrir ofan kvittunarupplýsingar og einnig bætt við fleiri línum.
Kvittunarbotn – hér getur þú sett inn texta sem birtist eftir kvittunarupplýsingar og einnig bætt við fleiri línum.
Síðast breytt
Tímastimpill sem sýnir hvenær tækinu var síðast breytt.
Dagsetning stofnunar
Tímastimpill sem sýnir hvenær tækið var stofnað.
Ljúktu við með því að ýta á hnappinn „Vista“ neðst.
Þú getur hætt við breytinguna með því að ýta í staðinn á hnappinn „Hætta við“.