Confirma Portal – Allt um verslanir Confirma Portal – Allt um verslanir

Confirma Portal – Allt um verslanir

Yfirlit

  • Aðalsíðan fyrir Verslanir sýnir þínar verslanir.
  • Þú getur séð ítarlegar upplýsingar fyrir hverja verslun.
  • Þú getur breytt upplýsingum og öðru í þínum verslunum.
  • Þú getur breytt upplýsingum fyrir þína stofnun.

Hvernig kemst ég inn á Confirma Portal?

  1. Í gegnum vafra ferðu á https://confirmaportal.com/
  2. Skráðu þig inn með notendaupplýsingum þínum

Hvernig sé ég hvaða verslanir eru skráðar fyrir mína stofnun?

  1. Smelltu á Verslanir í valmyndinni.
  2. Nú eru þær verslanir sem eru skráðar sýndar með eftirfarandi upplýsingum:
    • Verslunarheiti – það nafn sem verslunin hefur fengið.
    • Kennitala stofnunar – sú kennitala sem þessi verslun hefur.
    • Heimilisfang – heimsóknarheimilisfang verslunarinnar.
    • Staða – hvort verslunin sé virk eða óvirk.

Hvernig sé ég hvaða upplýsingar eru skráðar fyrir eina af mínum verslunum?

  1. Smelltu á Verslanir í valmyndínar verslanir.
  2. Smelltu á þá verslun sem þú vilt skoða til að sjá upplýsingar hennar.
    • Kennitala stofnunar
    • Verslunarheiti
    • Heimilisfang
    • Staða – Virk eða Óvirk
    • Netfang
    • Símanúmer
    • Vefsíða
    • VSK-númer (VAT)
    • Land
    • Tímabelti
    • Tími þegar verslunin lokar fyrir daginn
    • Tæki – síðan sýnir þær kassa sem eru skráðir á þessa verslun

Hvernig get ég breytt upplýsingum fyrir mína verslun?

  1. Þú smellir á þá verslun sem þú vilt breyta.
  2. Smelltu á hnappinn „Breyta verslun“ og.
  3. Breyttu þeim reitum sem þarf.
  4. Smelltu á hnappinn „Vista breytingar“ til að klára breytinguna og fara aftur í listann yfir verslanir.
    • Ýttu í staðinn á hnappinn „Hætta við“ ef þú vilt hætta við breytinguna og verður þá færður aftur í listann yfir verslanir án þess að nokkuð hafi breyst.

Hvernig get ég bætt við nýrri verslun?

  1. Smelltu á hnappinn „Bæta við verslun“ efst til hægri.
  2. Fylltu út eða veldu:
    • Heiti stofnunar
    • Kennitala stofnunar
    • Vefsíða
    • Netfang
    • Símanúmer
    • Tímabelti
    • Tími þegar verslunin lokar
    • Land
    • Götuheiti
    • Póstnúmer
    • Borg
    • Þema (ljóst eða dökkt)
  3. Ljúktu við með því að ýta á hnappinn „Bæta við verslun“ neðst.

Hvernig get ég breytt tæki (kassa)?

  1. Byrjaðu á að smella inn á þá verslun sem tækið tilheyrir.
  2. Finndu rétt tæki, smelltu á hnappinn með „þrem punktum“ og veldu Breyta til að breyta.
    1. Nánar
      • Auðkenni (aðeins til upplýsinga).
      • Stýrikerfi (Android, aðeins til upplýsinga).
      • Verslun – þú þarft að hafa fleiri en eina verslun til að geta breytt þessu og þetta má nota ef þarf að færa tæki í aðra verslun.
    2. Almennar stillingar
      • Heiti – mælt er með lýsandi nafni eins og Kassi 1, Aðalkassi eða álíka.
      • Tungumál – þetta er notað ef ekki tekst að hlaða tungumáli við innskráningu í kassann.
      • Þema – til að velja hvort þú viljir ljóst eða dökkt þema.
      • Gjaldmiðill – hér skal velja innlendan gjaldmiðil.
      • Er með kassaskúffu – rofi til að velja hvort kassinn sé með kassaskúffu eða ekki.
      • Nota reiðufé – rofi fyrir hvort kassinn taki við reiðufé eða ekki.
      • Dagur hafinn – sýnir hvort kassinn hefur hafið daginn eða ekki (aðeins til upplýsinga).
    3. Prentarastillingar
      • Kvittunarlógó – hér bætir þú við lógó fyrir kvittanir, breytir eða fjarlægir það.
      • Nota strikamerki – rofi fyrir hvort á að prenta strikamerki á kvittun sem má síðar nota til að finna kvittunina t.d. við endurgreiðslu.
      • Prentarategund – hér sérðu hvernig prentarinn tengist kassanum (Net, Bluetooth eða USB).
      • Kvittunarhaus – hér getur þú sett inn texta sem birtist fyrir ofan kvittunarupplýsingar og einnig bætt við fleiri línum.
      • Kvittunarbotn – hér getur þú sett inn texta sem birtist eftir kvittunarupplýsingar og einnig bætt við fleiri línum.
    4. Síðast breytt
      • Tímastimpill sem sýnir hvenær tækinu var síðast breytt.
    5. Dagsetning stofnunar
      • Tímastimpill sem sýnir hvenær tækið var stofnað.
  3. Ljúktu við með því að ýta á hnappinn „Vista“ neðst.
    • Þú getur hætt við breytinguna með því að ýta í staðinn á hnappinn „Hætta við“.

Greinar um þetta efni